Það voru 18 konur sem tóku þátt í Sumargleði Leyniskvenna að þessu sinni. Hér voru mættar algjör hörkutól sem léku 18 holur í rigningu og 6 stiga hita. Keppt var í tveimur flokkum. Annars vegar í punktakeppni með forgjöf og hins vegar í höggleik án forgjafar. Ekki var hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Leikar fóru þannig:

Punktakeppni með forgjöf:

1. Helga Dís Daníelsdóttir á 41 punkt

2. Þóranna Halldórsdóttir á 33 punkt

3. Hrafnhildur Geirsdóttir á 30 punkt

Í höggleik án forgjafar:

1. Elín Dröfn Valsdóttir á 97 höggum

2. Bára Valdís Ármansdóttir á 98 höggum

3. Arna Magnúsdóttir á 99 höggum

Kvennanefndin þakkar konum fyrir skemmtilegan dag þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið með okkur að þessu sinni.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.