Nýliðanámskeið GL í golfi verða haldin dagana 29. maí, 1. júní og 6. júní n.k.  Um er að ræða þrjú skipti þar sem farið verður í undirstöðuatriði golfsins og hefjast námskeiðin kl. 18 og standa til kl. 19.

Námskeiðin eru ætluð þeim félagsmönnum sem gengu í klúbbinn í vetur / vor sem byrjendur eða nýjir félagsmenn og/eða eftir langa fjarveru úr klúbbnum.   Kennt verður á æfingasvæðinu Teigum og einnig á púttflöt við golfskála og eru þátttakendur beðnir að mæta í golfskála hverju sinni þar sem umsjónaraðili hittir hópinn.

Dagskrá námskeiðanna verður skv. neðangreindu:

1. Mánudaginn 29. maí kl. 18 – 19 # Grunn atriði golfsins grip, staða og sveifla

2. Fimmtudagur 1. Júní kl. 18 – 19 # Stutta spilið, vipp og pútt

3. Þriðjudagur 6. Júní kl. 18 – 19 # Pútt og sandgryfja.

Skráning á námskeiðin er á netfanginu leynir@leynir.is

Umsjón með námskeiðum hefur Kristvin Bjarnason PGA golfkennari.

Þátttakendur eru vinsamlega beðnir að skrá sig á skrifstofu GL eða senda tölvupóst á leynir@leynir.is. fyrir kl. 20:00 sunnudagskvöldið 28. maí n.k.   Ath. ef þátttaka verður mikil verða sett upp fleiri námskeið fyrir þá sem ekki komast á þessi námskeið skv. ofangreindu.