Skip Navigation LinksFréttir

12. júní 2018

Opna Landsbankamótið laugardaginn 16.júní - skráning hafinn

Á laugardaginn 16. júní er styrktarmót fyrir barna og unglingastarf GL en þar er um að ræða Opna Landsbankamótið sem hefur um langt árabil stutt vel við barna og unglingastarf GL og er mótið alltaf vel sótt. Mótið er með Texas Scramble fyrirkomulagi þar sem tveir spila saman í liði. Mótsgjald er kr. 4.500- pr.einstakling. Skráning í mótin er á golf.is
10. júní 2018

Opna miðnæturmót Norðuráls - úrslit

Opna miðnæturmót Norðuráls fór fram á Garðavelli laugardaginn 9.júní. Vallaraðstæður voru ágætar þrátt fyrir smá rigningu sem kylfingar fengu meðan á mótinu stóð. Mótið var ræst kl. 20 af öllum teigum samtímis með þátttöku um 44 kylfinga. Helstu úrslit voru eftirfarandi Punktakeppni með forgjöf 0-10,1 1.sæti Birgir Arnar Birgisson GL, 37 punktar 2.sæti Kristján Kristjánsson GL, 36 punktar ...
4. júní 2018

Opnu Norðuráls mótin laugardaginn 9.júní

Opnu Norðuráls mótin fara fram á Garðavelli laugardaginn 9.júní og byrjum við á Texas móti um morguninn kl. 8:00 og svo endum við á miðnætur móti sem hefst kl. 20:00. Opna Texas Scramble mótið hefst kl. 8:00 og er ræst út til kl. 13:00. Mótið er alltaf vinsælt og vel sótt með glæsilegum verðlaunum fyrir 1.-3.sæti og nándarverðlaunum á par 3 holum. Mótsgjald er kr. 4.500- Opna miðnætur mótið er...
30. maí 2018

Opna Samhentir og Vörumerking 2.júní 2018

Opna Samhentir og Vörumerking verður haldið á Garðavelli laugardaginn 2.júní. 18 holu punktakeppni með forgjöf höggleikur án forgjafar (besta skor). Hámarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Ræst út kl. 8:00 - 13:00 Stórglæsileg verðlaun í boði: Punktakeppni með forgjöf 1.-8.sæti 20.sæti óvæntur glaðningur Höggleikur án forgjafar 1.-3.sæti Nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Kep...
30. maí 2018

Skemmti- og kynningarkvöld 31.maí 2018

Skemmti- og kynningarkvöld Leynis verður haldið fimmtudaginn 31.maí 2018 í golfskálanum á Garðavelli frá kl. 20:00 - 22:00. Farið verður yfir nokkur hagnýtt atriði og er dagskráin eftirfarandi: - Kynning fyrir nýliða og félagsmenn hvað Leynir hefur að bjóða - Kynning á helstu atriðum varðandi golf.is - Kynning á starfi kvennanefndar. - Kynning á fatnaði merktum Leyni. - Kynning á John Garner...
27. maí 2018

Staða framkvæmda við frístundamiðstöð 27.maí 2018

Framkvæmdir ganga vel þessar vikurnar á framkvæmdasvæði við Garðavöll og útlínur á nýrri frístundamiðstöð farnar að taka á sig góða mynd og eru útveggir hússins að mestu leyti uppsettir. Framkvæmdir gengu almennt vel í apríl og veður var hagstætt til vinnu. Fyrri hluti apríl var notaður til að klára vinnu við kjallara og fylla að byggingunni til að undirbúa fyllingu og púða undir sökkla lágbyggi...
21. maí 2018

Golfreglu- og fræðslukvöld 22. maí 2018

Golfreglu- og fræðslukvöld GL verður haldið í golfskálanum þriðjudaginn 22. maí og hefst stundvíslega kl. 19:00. Gestur kvöldsins er Hörður Geirsson alþjóðadómari og mun hann fara yfir golfreglurnar. Hlökkum til að sjá ykkur.
Golfklúbburinn Leynir er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ
1x2
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands
Félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ
Akraneskaupstaður
Lottó
Nepal