Skip Navigation LinksFréttir

16. janúar 2018

Þorrablót Skagamanna 2018: Enn eru til lausir miðar

Þorrablót Skagamanna 2018 er framundan laugardaginn 20. janúar n.k. og hefur miðasala gengið mjög vel. Ennþá eru nokkrir lausir miðar fyrir áhugasama gesti og geta viðkomandi leitað til skrifstofu GL á netfanginu leynir@leynir.is ef áhugi er á miðakaupum.
14. janúar 2018

Laus sæti í golfferð Leynis til Portúgal 3.-10. apríl 2018

Laus sæti eru í boði í golfferð Leynis í apríl n.k. en ferðinni er heitið til Morgado sem hefur verið einn af vinsælli áfangastöðum golfara undanfarin ár. Morgado sem er 36 holu golfparadís hefur upp á allt að bjóða sem kylfingar vilja í golfferðum. Á sama tíma verður hópur unglinga frá Leyni í æfingaferð og því til valið fyrir félagsmenn að slást í hópinn og fjölmenna til Morgado. Frekari upp...
14. janúar 2018

Greiðsla árgjalda fyrir 2018 er hafinn

Á aðalfundi GL sem haldinn var 12. desember s.l. voru samþykkt árgjöld fyrir árið 2018 og verða þau með eftirfarandi hætti: Árgjöld - Fullt gjald 85.000 kr.* - Makagjald 60.000 kr. - 22 - 29 ára 60.000 kr. - 67 ára og eldri 60.000 kr. - 16 - 21. árs 30.000 kr. ** - Börn og unglingar 15 ára og yngri 20.000 kr. ** - Nýliðagjald 1.ár, 40.000 kr. *** - Nýliðagjald 2.ár, 60.000 kr. *** - Fjar...
7. janúar 2018

Valdís Þóra íþróttamaður ársins á Akranesi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL var kjörin íþróttamaður ársins á Akranesi 2017 laugardaginn 6. janúar. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn en Einar Örn Guðnason kraftlyftingarmaður varð annar og hestaíþróttamaðurinn Jakob Svavar Sigurðarson þriðji. Þetta er í sjötta sinn sem Valdís Þóra er efst í kjöri íþróttamanns Akraness en hún var fyrst kjörin íþróttamaður Akranes...
7. janúar 2018

Golfskáli og skemma undirbúinn fyrir niðurrif

Golfskálinn og skemma voru undirbúinn fyrir niðurrif laugardaginn 6. janúar. Fjöldi félagsmanna mætti og aðstoðaði við flutninga á húsbúnaði ofl. sem settur var í geymslu. Jarðvinnuverktaki var einnig að störfum við þar sem unnið var við inntaks lagnir í jörðu. Framkvæmdir við frístundamiðstöð eru á áætlun og verður mikið um að vera næstu vikurnar þegar niðurrif bygginga fer fram og uppgröftur h...
2. janúar 2018

Gleðilegt nýtt ár

Golfklúbburinn Leynir sendir landsmönnum öllum bestu nýjarskveðjur og þakkar fyrir allt gamalt og gott á liðnum árum. Framundan er án efa gott golfsumar sem hægt er að láta sér hlakka til og bjóða Leynismenn alla velkomna á Garðavöll þegar vorar. Ef þú hefur áhuga að taka þátt í starfi Leynis og gerast félagsmaður þá hafðu samband við skrifstofu Leynis þar sem við tökum vel á móti þér. Bestu k...
22. desember 2017

Opnunartími inniaðstöðu 23.des. 2017 - 2.jan 2018

Opnunartími inniæfingaaðstöðu í vélaskemmu GL vikuna 23. desember 2017 til og með mánudaginn 2. janúar 2018 verður eftirfarandi: Laugardagur 23. desember , kl. 13-18 Sunnudagur 24. desember, LOKAÐ Mánudagur 25. desember, LOKAÐ Þriðjudagur 26. desember, kl. 13-18 Miðvikudagur 27. desember, kl. 13-18 Fimmtudagur 28. desember, kl. 13-18 Föstudagur 29. desember, kl. 13-18 Laugardagur 30. desem...
20. desember 2017

ÍA vörur til sölu

Við viljum vekja athygli ykkar á því að íþróttabandalagið er að selja vörur merktar ÍA á mjög hagstæðu verði. Þetta eru góðar jólagjafir fyrir iðkendur og stuðningsmenn ÍA. Vörurnar má panta á vef ÍA http://ia.is/almennt-um-ia/shop/ Á meðfylgjandi mynd sést hluti úrvalsins. Gerum jólin í ár að gulum jólum �� Með jólakveðju
Golfklúbburinn Leynir er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ
1x2
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands
Félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ
Akraneskaupstaður
Lottó
Nepal