Skip Navigation LinksFréttir

7. október 2018

Opna haustmótaröðin nr.1 af 4 - úrslit

Opna haustmótaröðin hófst sunnudaginn 7. október með þátttöku 19 kylfinga. Haustmótaröðin er 9 holu punktakeppni og var þetta fyrsta mót af fjórum sem eru áætluð í október. Garðavöllur er í ágætis standi miðað við árstíma og vill mótanefnd GL hvetja sem flesta kylfinga að taka þátt ef þeir eiga þess kost. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf 1.sæti Guðjón Viðar Guðjónsson...
5. október 2018

Haustið skellur á - ástand vallar

Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi nú þegar haustar og veður er síbreytilegt. Undirbúningur Garðavallar fyrir veturinn. - Slegnar hafa verið vetrarflatir á seinni 9 holum Garðavallar (10.-18.) og tekin hola á þeim. - Félagsmenn og kylfingar eru vinsamlegast beðnir að hlífa vetrarflötunum fyrir umferð og alls ekki slá af þessum svæðum. - Fært verður inn á vetrarflatir þegar veður gefur til...
5. október 2018

Haustmótaröð 2018 - skráning á golf.is

Opna haustmótaröðin 2018 hefst sunnudaginn 7.október. Veðurspáin er ágæt fyrir sunnudaginn og hvetjum við sem flesta félagsmenn að mæta og taka þátt. Fyrirkomulag er 9 holu punktakeppni þar sem kylfingar geta spilað aftur 9 holur sama daginn og látið betri hringinn gilda. Mótið er stutt af m.a. Bílver, GrasTec, Húsasmiðjunni, Skartgripaverslun Guðmundar B Hannah og fleiri samstarfsaðilum Golfkl...
30. september 2018

Félagsfundur mánudaginn 8.okt. 2018

Félagsfundur Golfklúbbsins Leynis er boðaður mánudaginn 8. október kl. 18:00 í golfskála félagsins. Dagskrá: 1) Sala á eignarhlut Leynis í vélaskemmu. 2) Heimild til stjórnar GL um að ganga til samninga um sölu á eignarhlut í vélaskemmu. 3) Annað. Stjórn Golfklúbbsins Leynis
30. september 2018

Lið Sigurðar Grétars vann Bændaglímuna 2018

Bændaglíman fór fram s.l. laugardag 29. september og var þar formlegu mótahaldi sumarsins lokað. Í ár tóku þátt 22 félagsmenn GL og voru bændur í þetta skiptið Sigurður Grétar Davíðsson og Þröstur Vilhjálmsson. Lið þeirra áttust við í hörkukeppni en leikar fóru þó þannig að lið Sigurðar Grétars vann. Í mótslok gerðu kylfingar upp úrslitin og snæddu kjötsúpu og renndu niður með léttum drykkjum í...
24. september 2018

Vatnsmótið - úrslit

Vatnsmótið sem er eitt af elstu innanfélagsmótum Leynis fór fram á Garðavelli laugardaginn 22. september við ágætis vallaraðstæður. Kalt var í veðri framan af en sólinn lét sjá sig af og til sem kylfingar voru ánægðir með. 41 kylfingur tók þátt og eftirfarandi eru helstu úrslit: Punktakeppni með forgjöf 1.sæti Kári Kristvinsson, 42 punktar (betri á seinni níu) 2.sæti Klara Kristvinsdóttir, 42...
15. september 2018

Opið styrktarmót - úrslit

Opið styrktarmót fór fram á Garðavelli laugardaginn 15.september með þátttöku 81 kylfings. Veður var gott og vallaraðstæður sömuleiðis góðar og kylfingar ánægðir með ástand vallar. Helstu úrslit voru eftirfarandi Punktakeppni með forgjöf 0-10.1 1.sæti Bjarni Jónsson GR, 37 punktar 2.sæti Búi Örlygsson GL, 36 punktar (betri á seinni níu) 3.sæti Kristvin Bjarnason GL, 36 punktar (betri á seinn...
13. september 2018

Næturfrost - kylfingar beðnir að taka tillit til aðstæðna

Nú er sá árstími kominn að hætta er á næturfrosti ef veður er heiðskírt. Nokkra undanfarna daga hefur gras á golfvellinum hélað í stutta stund við sólarupprás. Við þessar aðstæður er hætt við skemmdum á grasinu sé umferð um það. Við þessar aðstæður þarf að loka golfvellinum tímabundið í morgunsárið til að fyrirbyggja skemmdir. Kylfingar eru beðnir að sýna slíkum lokunum skilning og vera jafnfra...