Skip Navigation LinksFréttir

21. apríl 2017

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð á LET móti á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni komst í gegnum niðurskurðinn á Estrella Damm mótinu á LET Evrópumótaröðinni sem hófst á Spáni fimmtudaginn 20. apríl. Valdís Þóra lék á 68 höggum eða -3 á fyrsta hringnum og í dag föstudag lék hún á 72 höggum eða +1 á öðrum hringnum. Valdís Þóra er því á -2 samtals þegar keppni er hálfnuð og í 22. sæti. Golfklúbburinn Leynir sendir Valdísi Þ...
20. apríl 2017

Gleðilegt sumar - vel heppnaður vinnudagur

Gleðilegt sumar félagsmenn og allir vinir Golfklúbbsins Leynis. Það styttist í opnun Garðavallar og mikið verður þá gaman. Vinnudagurinn 20. apríl tókst vel í alla staði og veðrið lék við þá sem mættu þ.e. vindur, slydda, sól og bara allur pakkinn. Félagsmenn tókust á við tiltekt á velli en skógarmenn GL höfðu verið ansi duglegir að grisja tré síðustu daga og okkar beið smá vinna að hirða ...
19. apríl 2017

Vinnudagar 20. og 22. apríl 2017

Vorið er á næsta leyti og völlurinn okkar mun opna á næstu dögum eða við fyrsta tækifæri þegar aðstæður leyfa. Að venju er ætlunin að hafa vinnudaga til að koma vellinum í það ástand sem nauðsynlegt er. Áætlað er að hafa tvo vinnudaga og sá fyrsti verður á morgun fimmtudag 20. apríl kl. 9-12 og sá síðari laugardaginn 22. apríl kl. 9-12. Mæting verður við vélaskemmu þar sem félagsmönnum ver...
18. apríl 2017

Áttu eftir að greiða félagsgjaldið 2017

Nú styttist með hverjum deginum í að völlurinn okkar opni og því mikilvægt að klára greiða félagsgjaldið 2017. Frá og með 1. maí n.k. verða þeir sem ekki hafa greitt félagsgjaldið gerðir óvirkir á golf.is sem þýðir að viðkomandi geta ekki tekið þátt í golfmótum né skráð sig á rástíma. Athugið Hægt er að greiða félagsgjaldið á heimasíðu IA, sjá www.ia.is (iðkendavefur IA – Skráning í Nóra...
12. apríl 2017

Valdís Þóra hefur leik í Marokkó á Skírdag á LET Evrópumótaröði...

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni hefur leik á morgun, fimmtudaginn 13. apríl, á LET Evrópumótaröðinni. Mótaröðin er sú sterkasta í Evrópu og fer LALLA Meryem mótið fram á Golf Dar Es Salam vellinum í Marokkó. Mótið á LET er haldið samhliða móti á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Valdís Þóra lék fyrr á þessu ári í Ástralíu á sínu fyrsta LET móti á ferlinum en mótið í Marokkó er ...
12. apríl 2017

Birgir Leifur leiðir samstarf Leynis og GKG

„Ég hlakka til að taka þátt í þessu spennandi verkefni. Hugmyndin varð til eftir samtöl milli mín, Leynis og GKG. Markmiðið er að búa til enn betra íþróttastarf hjá Leyni og nýta þá reynslu sem ég hef fengið frá frábæru starfi sem unnið er í GKG. Það er nýtt að klúbbar taki upp slíkt samstarf og ættu báðir klúbbar að njóta góðs af því að koma saman að þessu verkefni,“ segir Birgir Leifur Hafþórsso...
11. apríl 2017

Fjöldi frábærra vinavalla sumarið 2017

Félagsmenn GL geta líkt og undanfarin sumur spilað marga glæsilega golfvelli sem eru um 15 talsins og hér neðar má sjá hvaða velli er um að ræða og á hvaða kjörum. Völlur / klúbburVerð / afsláttur Höfuðborgarsvæði Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM) 2.500 kr. Suðurland Golfklúbburinn Hellu (GHR) 2.500 kr. Vesturland Golfklúbburinn Glanni (GGB) 2.000 kr. Golfklúbbur Borgarnes (GB) 1.800 kr. ...
7. apríl 2017

Birgir Leifur ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur og sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi hefur verið ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og mun hann hafa yfirumsjón með allri þjálfun hjá Golfklúbbnum Leyni. Birgir Leifur mun vinna sem íþróttastjóri samhliða atvinnumennsku í golfi á Áskorendamótaröðinni (European Challenge Tour) þar sem hann er með keppnisrétt. Birgir Leifur starfaði ...
Golfklúbburinn Leynir er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ
1x2
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands
Félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ
Akraneskaupstaður
Lottó
Nepal