Skip Navigation LinksFréttir

19. september 2017

Nýliðaskjöldurinn 2017 - úrslit

Nýliðaskjöldurinn fór fram þriðjudaginn 19.september á Garðavelli en um var að ræða 9 holu mót fyrir forgjafarhærri kylfinga úr röðum Leynis. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf 1.sæti Reynir Gunnarsson, 19 punktar (betri á síðustu 3 holum) 2.sæti Klara Kristvinsdóttir, 19 punktar 3.sæti Ólafur Guðmundsson, 15 punktar (betri á síðustu 6 holum) Höggleikur án forgjafar (b...
19. september 2017

Fyrirtækjamót GL 2017 - FRESTAÐ

Fyrirtækjamót Leynis sem halda átti n.k. föstudag 22. september 2017 á Garðavelli hefur verið frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Áætlanir mótanefndar gera ráð fyrir að mótið verði sett á dagskrá í næstu viku og verða sendar upplýsingar við fyrsta tækifæri um nýja dagsetningu. Við hvetjum Leynisfélaga til að hjálpa okkur að safna fyrirtækjum í mótið og styðja við gott starf klúbbsins.
14. september 2017

Nýliðaskjöldurinn 2017 - skráning hafinn á golf.is

Nýliðaskjöldurinn 2017 verður haldinn n.k. þriðjudag 19. september og er mótið hugsað fyrir forgjafarhærri kylfinga innan Leynis um er að ræða 9 holu innanfélagsmót. Ræst verður út frá kl. 16 - 17:30 og fer skráning fram á golf.is Leikfyrirkomulag - 9 holu punktakeppni með fullri forgjöf og einnig keppt um besta skor, karlar/konur 54. - Keppendur velja teiga sem henta getu hverju sinni og ta...
14. september 2017

14.sept.: Garðavöllur lokaður vegna næturfrost

Garðavöllur er lokaður nú í morgun sárið og fram eftir morgni vegna næturfrost. Völlurinn verður opnaður um leið og tækifæri gefst og sólin hefur náð að bræða frost hrímið af grasinu.
12. september 2017

Michael fór holu í höggi á 18. flöt Garðavallar

Michael Sigþórsson úr Golfklúbbnum Keili fór holu í höggi sunnudaginn 10. september 2017 á 18. flöt Garðavallar í starfsmannamóti Eimskips. Michael notaði 6 járn af gulum teig og var stífur vindur á móti. Michael sá ekki kúluna eða hvar hún endaði fyrr en komið var á flötina og þurfti hann að leita eftir kúlunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Michael fer holu í högg eftir 25 ára golfleik og að vo...
9. september 2017

Opna Samhentir og Vörumerking, styrktarmót fyrir afreksstarf Le...

Opna Samhentir og Vörumerking, styrktarmót fyrir afreksstarf Leynis var haldið laugardaginn 9.september á Garðavelli og tóku þátt 56 kylfingar. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf 1. Hans Adolf Hjartarson GR, 40 punktar 2. Vilhjálmur E Birgisson GL, 39 punktar 3. Ragnheiður Jónasdóttir GL, 38 p...
9. september 2017

Opna Samhentir og Vörumerking: Seinkun á rástímum vegna næturfr...

Kylfingar athugið: vegna næturfrost verður seinkun á ræsingu í Opna Samhentir og Vörumerking og færast rástímar því til. Vinsamlega kynnið ykkur breytta rástíma á golf.is Vallarstarfsmenn þurftu í morgunsárið að bíða átekta til slá flatir og önnur svæði vallarins og munu hefja störf um leið og færi gefst.
8. september 2017

Samningar um uppbyggingu á Frístundamiðstöð undirritaðir

Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður skrifuðu undir samninga um uppbyggingu á Frístundamiðstöð við Garðavöll fimmtudaginn 7. september 2017 í golfskálanum á Garðavelli. Frístundamiðstöðin verður rúmlega 1000m2 að stærð og skiptist í 700m2 jarðhæð og 300m kjallara. Frístundamiðstöðin mun hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfssemi á vegum Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akra...
Golfklúbburinn Leynir er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ
1x2
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands
Félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ
Akraneskaupstaður
Lottó
Nepal