Fréttir
Leynir og Íslandsbanki endurnýja samstarfssamning
Í dag undirrituðu forsvarsmenn Íslandsbanka á Akranesi og Leynir undir nýjan samstarfssamning sín á milli. Íslandsbanki hefur til margra ára verið einn af öflugustu bakhjörlum Leynis og því virkilega ánægjulegt að sjá samstarfið halda áfram. Stjórn Leynis fagnar nýjum...
Nýir rekstraraðilar veitinga hjá Leyni
Stjórn Leynis hefur samið við Galito um rekstur veitinga á Garðavöllum. Að baki Galito standa reynsluboltarnir og matreiðslumennirnir Þórður Þrastarson og Sigurjón Ingi Úlfarsson en þeir hafa um árabil rekið með glæsibrag...
Sjóvá og Leynir undirrita samstarfssamning
Sjóvá Almennar styrkir barna- og unglingastarf Leynis til næstu 3 ára. Leynir og Sjóvá gerðu í dag samstarfssamning til næstu þriggja ára. Fyrir vikið mun Sjóvá styrkja barna- og unglingastarf klúbbsins á myndarlegan hátt. Tryggingafélagið Sjóvá leggur áherslu á að...
Æfingatafla í kjallara Garðavalla
Ritari ehf. er nýr samstarfsaðili Leynis
Ritari er öflugt fyrirtæki á Akranesi sem býður upp á heildarlausnir í í skrifstofurekstri fyrir fyrirtæki og rekstraraðila, með það að markmiði að stuðla að hagræðingu og hagkvæmni í rekstri. Fyrirtækið býður m.a. upp á símsvörun, vöktun tölvupósts, samfélagsmiðla og...
Að loknum aðalfundi 2024
Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis árið 2024 fór fram í gær, miðvikudaginn 27. nóvember að Garðavöllum. Stjórn og framkvæmdastjóri þakka fyrir góðan fund og var virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært um að mæta. Ákveðin breyting varð á stjórn klúbbsins en...
Aðalfundur GL
Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis fer fram í dag miðvikudaginn, 27. nóvember kl. 18:00 á Garðavöllum. Fundarmönnum er boðið upp á súpu að hætti Nítjándu. Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar. 3. Umræða um skýrslu stjórnar og...
Nýr samstarfssamningur
Golfklúbburinn Leynir og Vörður tryggingar hf. gengu í gærdag, 19. júní, frá myndarlegum samstarfssamning til næstu þriggja ára. Tryggingarfélagið Vörður hefur einmitt verið mjög sýnilegt á vettvangi golfsins undanfarin árin, og nægir þar að nefna árlegan...
Vorkveðja formanns
Kæru félagsmenn GL, Garðavöllur var opnaður í gær 4. maí, af 60 sjálfboðaliðum sem mættu til leiks og léku 18 holur við frábærar aðstæður. Óhætt er að segja að Garðavöllur komi virkilega vel undan vetri með grænum flötum, teigum sem endurspeglaðist í mörgum ánægðum...