Eins og komið hefur fram þá ákvað Golfklúbburinn Leynir á Akranesi að árangustengja spilamennskuna í Meistaramóti klúbbsins sem fram fór dagana 7-10 júlí sl. Golfklúbburinn naut mikillar góðvildar frá fyrirtækinu Skipavík í Stykkishólmi sem lagði til 500 kr. fyrir alla fugla (birdie) sem náðust í mótinu og skildi upphæðin renna óskipt til Umhyggju – félags langveikra barna. Alls náðust 239 fuglar yfir þessa 4 daga sem gerir 119.500.- kr. Þeir hjá Skipavík voru enn og rausnarlegri, ákváðu að bæta í og hafa upphæðina 150 þús krónur.  

Á lokahófi mótsins mætti svo Halldóra Hanna Halldórsdóttir og veitti velgjörningi Skipavíkur móttöku. Á myndinni má sjá þar sem Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Leynis, afhenti Halldóru Hönnu styrkinn.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.