Kæru félagsmenn, innheimta árgjalda fyrir golfsumarið 2021 er hafin. Á aðalfundi GL sem haldinn var 3. desember 2020 voru samþykkt árgjöld fyrir árið 2021 og eru þau með eftirfarandi hætti.
Gull aðild/vildarvinur 110.000,- kr.
Fullt gjald fullorðnir 27-66 ára 93.000,- kr.
Makagjald 25% afsláttur af fullu verði, 69.750,- kr.
19 – 26 ára 33.000 kr.
67 ára og eldri 67.500 kr.
Börn og unglingar 18 ára og yngri 28.000 kr.
Nýliðagjald 1.ár, 40.000 kr.
Nýliðagjald 2.ár, 67.500 kr.
Fjaraðild, kylfingar með lögheimili utan póstnúmers 300 og 301, 54.900 kr.
Æfingagjald barna og unglinga er 20.000 kr. tímabilið des – maí.
Æfingagjald barna og unglinga er 20.000 kr. tímabilið júní – sept.
ATH, ákveðið var að halda óbreyttri verðskrá en fella út staðgreiðsluafsláttinn 2021.
Skýringar vegna árgjalda:
Skráning iðkenda og greiðsla árgjalda fer fram á heimasíðu IA, sjá www.ia.is (iðkendavefur IA – Skráning í Nóra -). Ath: í Nóra er valmöguleiki á greiðsluleiðum.
Hægt er að nýta tómstundaframlag Akraness til lækkunar á æfingagjöldum barna og unglinga.
Þeim félagsmönnum sem vilja notfæra sér aðra greiðslumöguleika er bent á að hafa samband við skrifstofu GL í síma 431-2711 eða með tölvupósti á leynir@leynir.is eða rakel@leynir.is
Gull aðild/vildarvinur er gjald fyrir félagsmenn og velunnara Leynis. Innifalin er full aðild, 15.000 kr. inneign í boltavél á æfingasvæðinu Teigum og þrjú fjögurra manna gestaholl á Garðavöll tímabilið 2021.
Nýliðagjald (1.ár) er fyrir nýliða sem ekki hafa verið í golfklúbb áður, og þar af leiðandi ekki með forgjöf. Eftir það greiða félagsmenn nýliðagjald (2.ár) á öðru ári. Ath: Vinsamlega hafið samband við skrifstofu GL vegna aðildar að GL.
Fjaraðild er fyrir þá sem búa utan Akranes og nærsveita þ.e. utan póstnúmera 300 og 301. Ath: Vinsamlega hafið samband við skrifstofu GL vegna aðildar að GL.
Systkinaafsláttur er 10% hjá GL og reiknast af hverju greiddu gjaldi.