Í lok síðustu viku undirrituðu forsvarsmenn Blikksmiðju Guðmundar ehf. og Golfklúbbsins Leynis undir nýjan samstarfssamning sín á milli. Blikksmiðja Guðmundar ehf. hefur til margra ára verið einn af öflugustu bakhjörlum Leynis og því virkilega ánægjulegt að sjá samstarfið halda áfram og merki Blikksmiðjunnar sýnilegt í bollum flata næstu þrjú árin.

Blikksmiðja Guðmundar ehf. hefur einnig verið aðalstyrktaraðili Liðakeppni GL frá byrjun og verður það áfram. Liðakeppnin er frábært tækifæri fyrir félagsmenn að koma saman, keppa sem lið og spila reglulega holukeppni við aðra félagsmenn. Mótið fer í auglýsingu á næstu dögum.

Blikksmiðja Guðmundar ehf. sinnir allri almennri blikksmíði en takmarkar ekki starfsemi sína að neinu leyti þegar kemur að því að leysa vandamál viðskiptavina eins og kemur fram á Facebook síðu fyrirtækisins, https://www.facebook.com/blikkgh

Stjórn Leynis fagnar nýjum samstarfssamningi og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

Á meðfylgjandi mynd eru Emil Sævarsson framkvæmdastjóri Blikksmiðju Guðmundar ehf. og Rakel Óskarsdóttir framkvæmdastjóri GL að lokinni undirskrift í sólinni á Skaganum.