Í morgun, 18. apríl, var undirritaður samstarfssamningur milli Norðanfisks ehf. og Golfklúbbsins Leynis til næstu þriggja ára.

Með samkomulaginu verður Norðanfiskur einn af aðalstyrktaraðilum GL. Norðanfiskur rekur höfuðstöðvar sínar hér á Akranesi þar sem áhersla er lögð á áframvinnslu sjávarafurða til verslana, stóreldhúsa og veitingastaða. Hjá félaginu starfa hátt í 30 starfsmenn.

Stjórn GL fagnar samkomulaginu sem er mikilvægt skref og stuðningur við ört vaxandi starfsemi klúbbsins.

Á meðfylgjandi mynd eru Hróðmar Halldórsson formaður GL og Gunnar Gíslason framkvæmdastjóri Norðanfisks eftir undirritun samkomulagsins.