Valfell Fasteignamiðlun og Ráðgjöf og Golfklúbburinn Leynir hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Valfell hefur til margra ára verið einn af aðal styrktaraðilum Leynis og því ánægjulegt að sjá samstarfið blómstra áfram og flögg Valfells á flötum Garðavallar næstu þrjú árin.

Því til viðbótar komu Hákon Svavarsson og Elísabet Jónsdóttir færandi hendi við undirskriftina. Færðu þau, í nafni Valfells, barna- og unglingastarfi Leynis rausnalega gjöf í minningu móðurs Hákonar, Aðalheiðar Finnbogadóttur en hún var fædd á þessum degi, 17. apríl árið 1947. Með gjöfinni vilja þau færa klúbbnum kærar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum.

Stjórn Leynis fagnar nýjum samstarfssamningi og hlakkar til áframhaldandi samstarfs. Eins þakkar stjórn fyrir fallega og rausnalega gjöf.