Golfklúbburinn Leynir og eigendur Hótels Laxárbakka hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli til tveggja ára. Hótel Laxárbakki hefur í nokkur ár verið öflugur styrktaraðili og komið veglega að Opna Hjóna og paramóti Golfklúbbsins Leynis. Stjórn GL þakkar Hótel Laxárbakka fyrir samstarfið á þeim vettvangi.
Nú verður breyting á þar sem eigendur Hótels Laxárbakka í samvinnu við Golfklúbbinn Leyni munu koma á fót nýju golfmóti, Opna Kynslóðarmótinu. Mótið verður 2ja manna Texas Scramle mót og einstakt fyrir þær sakir að kylfingar sem mynda lið verða að spanna ákveðið kynslóðabil þar sem áhersla verður lögð á að annar kylfingurinn sé 18 ára eða yngri. Mótið fer fram laugardaginn 15. júní en opnað verður fyrir skráningu í gegnum Golfbox 10. maí.
Með nýjum samningi vilja eigendum Hótels Laxárbakka styrkja myndarlega við barna,- unglinga- og afreksstarf Golfklúbbsins Leynis og færir stjórn GL þeim bestu þakkir fyrir traust samstarf.