Þann 16. maí undirrituðu Rakel Óskarsdóttir, fyrir hönd Golfklúbbsins Leynis, og Hannes Marinó Ellertsson, fyrir hönd Landsbankans, undir nýjan styrktarsamning. Landsbankinn hefur um árabil verið einn af öflugustu styrktaraðilum Golfklúbbsins Leynis og tekið virkan þátt í mótahaldi sem og stutt vel við uppbyggingu á barna- og unglingastarfi í klúbbnum. Það er því virkilega ánægjulegt að samstarfið haldi áfram og vill stjórn Leynis þakka Landsbankanum kærlega fyrir veittan stuðning á liðnum árum og er afar þakklát með framhaldið.