Í dag 11. maí undirrituðu Rakel Óskarsdóttir, fyrir hönd Golfklúbbsins Leynis, og Emil Sævarsson, fyrir hönd Blikksmiðju Guðmundar, undir nýjan styrktarsamning. Blikksmiðja Guðmundar hefur verið einn af öflugustu styrktaraðilum í klúbbnum til margra ára og því virkilega ánægjulegt að samstarfið haldi áfram. Stjórn Leynis þakkar Blikksmiðju Guðmundar fyrir veittan stuðning á liðnum árum og er afar þakklát með framhaldið.