Opna Guinness var haldið á Írskum dögum laugardaginn 3 júlí s.l. Frábær þátttaka var í mótinu en 96 lið eða 192 kylfingar voru skráð til leiks. Golfklúbburinn Leynir þakkar kylfingum fyrir komuna og vonandi sjáumst við að ári. Úrslit eru á þessa leið:

  1. sæti: Feðgar með gæði, samtals 62 (betri á síðustu 6).
  2. sæti: Jóhannsdótti/Ottesen, samtals 62 (betri á seinni 9).
  3. sæti: Bitafisk, samtals 62.
  4. sæti: Svo er það… Samtals 63 (betri á síðustu 3).
  5. sæti: Texas Tigers, Samtals 63 (betri á seinni 9).

Nándarverðlaun:
3 hola, Halli Hinna 1.61 m
8 hola, Ingvaldur Ben 161,5 cm
14 hola, Dean Martin 2,62 m
18 hola, Magnús Kári Jónsson 68 cm

Golfklúbburinn Leynir óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn en vitja má vinninga í afgreiðslu Leynis.