Þá er komið að skráningu í Liðakeppni Blikksmiðju Guðmundar fyrir sumarið 2021. Fyrsta mótaröðin fór fram síðast liðið sumar og heppnaðist gríðarlega vel. Það er mat mótanefndar GL að mótaröðin er komin til með að vera áfram. Alls geta 16 lið skráð sig til þátttöku en þau 8 lið sem tóku þátt í fyrra og komu mótaröðinni á eiga forskráningu nú í ár. Þá er laust fyrir 8 ný lið og hér gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Skráning fer fram í gegnum netfangið leynir@leynir.is. Skilmálar Liðakeppni Blikksmiðju Guðmundar má finna hér.