Mótanefnd Leynis fyrir árið 2021 tók til starfa miðvikudaginn 27. janúar sl. Flottur hópur undir formennsku Hafsteins Gunnarssonar tók ákvörðun um að meistaramót Leynis mun fara fram vikuna 5-10 júlí. Ef þátttakan verður eins góð og í fyrr, sem við svo sannarlega vonum, mun nefndin endurskoða fyrirkomulagið. Önnur mót hvort sem um ræðir innanfélagsmót eða opin mót munu koma inn á Golfbox í lok febrúar. Aðrir nefndarmenn eru; Þórður Elíasson, Emil Sævarsson, Þóranna Halldórsdóttir, Magnús D. Brandsson, Óli Björgvin Jónsson og Búi Örlygsson. Með nefndinni starfar Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Leynis. Það er ljóst að mikill hugur er í mótanefnd og félagsmenn geta farið að hlakka til vorsins.