Starfsmenn okkar eru nú í óða önn við að undirbúa Garðavöll fyrir komandi sumar. Verkefni okkar þessa dagana, í frostinu, er að halda áfram að hreinsa upp úr skurðum og tjörnum. Við byrjuðum þessa vegferð í haust og höldum nú áfram því verkefnið er stórt og háð veðurfari. Allt er þetta gert með það að markmiði að gera völlinn betri og auka möguleikann á því að opna völlinn snemma fyrir golfþyrsta félagsmenn og okkar kæru gesti. #golfakranes