GrasTec ehf hefur sagt upp samningi sínum við Golfklúbbinn Leyni. Brynjar Sæmundsson eigandi GrasTec hefur frá árinu 2013 sinnt starfi vallarstjóra á Garðavelli í verktöku. Á þessum tíma hefur Brynjar einnig komið að fjölmörgum viðhaldsverkefnum sem og öðrum nýframkvæmdum á vellinum. Stjórn Golfklúbbsins Leynis vill þakka Brynjari fyrir mjög gott samstarf á liðnum árum. Þó leiðir okkar skilji á þessum vettvangi mun Leynir eflaust eiga áfram góð viðskipti við GrasTec í framtíðinni. Stjórn Leynis tók erindið fyrir á fundi sínum mánudaginn 18. janúar sl. og hugar nú að næstu skerfum hvað varðar stöðu vallarstjóra á Garaðvelli.