Kæru félagsmenn GL,

Nú opnum við inniaðstöðuna okkar í Frístundamiðstöðinni Garðavöllum, þar sem grænt ljós hefur verið gefið á íþróttaæfingar almennings innan sem utandyra. Við erum að leggja lokahönd á frágang við golfhermana tvo, Trackman sem er í sér herbergi og Flightscope sem er fyrir framan pútt- og vippsvæðið.

Nú verða allir félagsmenn að bókað sjálfir í gegnum þessa síðu, https://boka.leynir.is/  Vakin er athygli á því að á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum er æfingasvæðið upptekið hluta úr degi fyrir æfingar barna, unglinga og afreksstarfs GL. Þeir sem eiga gjafakort í herminn hafa samband við framkvæmdastjóra um tímapöntun.

Hægt er að bóka 30 daga fram í tímann í hermunum.

Svo þetta gangi allt upp þá verðum við öll að gæta vel að öllum sóttvörnum og fara eftir settum reglum. Spritt er á staðnum og nánari útskýringar varðandi hvernig við berum okkur að við hermana og æfingasvæðin.

1. Trackman golfhermir – lokað rými. Þar mega vera að hámarki fjórir aðilar. Ef kylfingar geta ekki haldið tveggja metra reglunni þá er grímuskylda. Spritta þarf sameiginlega snertifleti fyrir og eftir notkun.

2. Flightscope golfhermir – opið rými. Þar mega vera að hámarki fjórir aðilar. Ef kylfingar geta ekki haldið tveggja metra reglunni þá er grímuskylda. Spritta þarf sameiginlega snertifleti fyrir og eftir notkun.

3. Æfingasalur. Þar mega vera að hámarki 10 manns í einu. Spritta þarf sameiginlega snertifleti fyrir og eftir notkun.

Æfingaaðstaðan sem og golfhermarnir eru eingöngu opin fyrir félagsmenn GL.

Gæta þarf sérstaklega vel að sóttvörnum á salerni og MUNA að EKKERT nema klósettpappír má fara í klósettið – Í fyrravetur varð MIKIÐ TJÓN þegar dæla í klósetti skemmdist þar sem blautklútar og fleira fóru í klósettið ☹

Munum svo að þvo hendur og sótthreinsa þegar við mætum á svæðið.

Farið varlega, gangið vel um og góða skemmtun 🙂