Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis árið 2020 var haldinn í fjarfundi í Teams en stjórnað frá frístundamiðstöðinni Garðavöllum, fimmtudaginn 3. desember 2020, kl. 20:00. Fundargerðina í heild sinni má sjá hér: http://leynir.is/wp-content/uploads/2020/12/Aðalfundur-GL_2020-12-03_fundagerð.pdf
Formaður GL, Oddur Pétur Ottesen, bauð fundarmenn velkomna og tilkynnti að Viktor Elvar Viktorsson yrði fundarstjóri fundarins og Ella María Gunnarsdóttir fundarritari. Að því loknu tók fundarstjóri við. Í upphafi fundar fór fundarstjóri yfir „leikreglur“ við rafræna fundinn, bað fundarmenn að hafa slökkt á míkrafónum þegar þeir væru ekki með orðið og sýndi fundarmönnum með hvaða hætti kosningar færu fram. Að því búnu tók hefðbundin aðalfundar dagskrá við.
Löglega var staðið að boðun fundar þ.e. með a.m.k. 7 daga fyrirvara.
Formaður stjórnar GL, Oddur Pétur, flutti skýrslu stjórnar en skýrslan er aðgengileg á rafrænu formi á heimasíðu klúbbsins www.leynir.is. Framkvæmdastjóri GL tók því næst við og flutti skýrslu framkvæmdastjóra sem jafnframt er aðgengileg á heimasíðu klúbbsins. Hún greindi jafnframt frá breytingum við uppsetningu og aðferðafræði við gerð ársreiknings frá fyrri árum. Markmið þeirra breytingar er að einfalda uppgjör, auðvelda aðgengi að tölulegum upplýsingum og samanburð við aðra golfklúbba sem og að gera reikninginn gagnsæjari.
Heimir Bergmann, gjaldkeri stjórnar GL, fór yfir ársreikning félagsins. Tekjur námu alls rúmlega 127,6 m.kr. og rekstrargjöld voru rúmar 104,6 m.kr. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði var því rúmlega 23 m.kr. Ársreikningar félagsins eru aðgengilegir í heild sinni á heimasíðu klúbbsins. Fundurinn samþykkti ársreikninginn.
Fyrir fundinum lágu tillögur að lagabreytingum sem voru aðgengilegar á heimasíðu klúbbsins, sem fundurinn samþykkti.
Oddur Pétur kynnti þær breytingar sem lagðar voru til. Stærsta breytingin felst í því að lögin skulu uppfylla kröfur fyrirtækjaskrár varðandi slit félags eða mögulega sameiningu og koma þær breytingar fram með nýrri grein, 11. gr. Aðrar breytingatillögur snúa að því að aðlaga texta að breyttum aðstæðum í rekstri klúbbsins auk orðalagsbreytinga.
Oddur Pétur kynnti tillögu að félagsgjöldum og flokkaskiptingu ársins 2021 og var eftirfarandi:
- Lagt er til að halda að mestu óbreyttri verðskrá fyrir árið 2021 í ljósi góðrar afkomu
- Lagt er til að fella út staðgreiðsluafslátt
- Gull aðild – vildarvinur, kr. 110.000
- Fullorðnir 27-66 ára, kr. 93.000
- Makar, 67 ára og eldri, nýliðagjald 2 ár, kr. 67.500
- Fjaraðild, 54.900
- Nýliðagjald 1 ár, kr. 40.000
- Ungmennagjald 19-26 ára, kr. 33.000
- Börn yngri en 18 ára, kr. 28.000
- Börn/unglingar 18 ára og yngri, æfingagjald kr. 40.000. (Skiptist kr. 20.000 kr. vetur/20.000 kr. sumar)
Fram kom í máli formanns að sú hugmynd væri uppi að breyta aldursviðmiðum fyrir flokkinn 67 ára og eldri þannig að það miðist við 70 ára og eldri og það mætti vænta tillögu um það á aðalfundi að ári liðnu.
Rakel Óskarsdóttir kynnti fjárhagsáætlun ársins 2021. Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar ársins 2021:
- Áætlun rekstrartekna 122 m.kr.
- Áætlun rekstrargjalda 109,8 m.kr.
- Áætlun hagnaðar af reglubundinni starfsemi 12,2 m.kr.
- Áætlun hagnaðar eftir afskriftir og fjármagnshreyfingar rúmar 3,5 m.kr.
Fundarstjóri gaf orðið laust fyrir umræður um fjárhagsáætlun næsta starfsárs og tillögu að félagsgjöldum. Fundurinn samþykkti árgjöld 2021 og fjárhagsáætlun 2021.
Allir stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa.
Í framboði eru: Oddur Pétur Ottesen, til formanns, Heimir Bergmann, í stjórn, Hörður Kári Jóhannesson í stjórn og Hróðmar Halldórsson til varamanns. Fundurinn samþykkti tillögu til stjórnar 2021.
Tillaga var gerð um eftirfarandi skoðunarmenn fyrir 2021, sem fundurinn samþykkti:
- Andrés Ólafsson
- Elías Ólafsson
- Skúli Garðarsson til vara
Oddur Pétur kynnti hverjir hlytu viðurkenningar á árinu 2020:
Guðmundar og Óðinsbikarinn: Jón Ármann Einarsson
Guðmundar og Óðinsbikar er gefin af Helga Daníelssyni 1990. Viðurkenningar hafa verið t.d. Íslandsmeistari einstaklinga, Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ, sjálfboðaliðavinna, öflugur stuðningsmaður GL, Íþróttamaður Akranes, Þátttaka í landsliðsverkefnum svo eitthvað sé upptalið.
Jón Ármann Einarsson hefur verið félagsmaður í Golfklúbbnum Leyni um alllangt skeið og lagt fram ómælda aðstoða sína við ýmiskonar vélavinnu á vellinum. Helstu verkefni má telja uppgröftur fyrir nýja vélaskemmu, hreinsun skurða og tjarna, ýmsar lagfæringar og viðbætur á vellinum er við kemur teigum, brautum og nærsvæðum og ýmiskonar jarðvinna í tengslum við frístundamiðstöðina Garðavöll. Golfklúbburinn Leynir er Jóni Ármanni mikils verður og golfklúbburinn er heppinn að eiga slíkan félagsmann í sínum röðum. Jón Ármann er því verðugur þess að hljóta Guðmundar og Óðinsbikarinn.
Háttvísisverðlaun GSÍ: Tristan Freyr Traustason
Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ til GL og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GL vill sjá í afreksefnaunglingum sínum.
Það er þjálfari GL sem tilnefnir kylfinginn. Tristan Freyr er einstaklingur sem skarar framúr með framúrskarandi hegðun og góðri fyrirmynd fyrir aðra kylfinga, bæði unga sem aldna í klúbbnum. Tristan Freyr er mikill keppnismaður sem veigrar sér ekki við að mæta utan æfingatíma til að ná aukaæfingum og eru framfarirnar í takt við það. Hann er mikil fyrirmynd bæði innan golfvallar sem utan og við getum verið stolt af því að Tristan Freyr er félagi í Golfklúbbnum Leyni.
Forgjafarframför 2020 voru ekki veitt í ár vegna nýs forgjafakerfis sem tekið var upp í vor.
Flestir spilaðir hringir 2020: Jón Alfreðsson. Spilaði og skráði sig á rástíma 127 hringi.
Oddur Pétur tók að lokum til máls og óskaði stjórnarfólki til hamingju með endurkjörið og þakkar fundarmönnum fyrir hlý orð í garð stjórnar. Hlakkar til að sjá alla á nýjum tíma og sleit fundi.
55. aðalfundi GL slitið kl. 21.36.
Fundargerð ritaði Ella María Gunnarsdóttir
Ársskýrsla stjórnar GL fyrir starfsárið 2020: http://leynir.is/wp-content/uploads/2020/12/skýrsla-stjórnar-2020-6.12.20_lokaeintak.pdf