Golfklúbburinn Leynir óskar eftir sumarstarfsmönnum við umhirðu og slátt á golfvelli.

Æskilegt að umsækjendur hafi náð 17 ára aldri og séu með bílpróf, vinnuvélapróf kostur.  Reynsla af golfvallarvinnu kostur en ekki skilyrði.  Vinnutími er frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka daga og unnið a.m.k. eina helgi í mánuði. Lögð er mikil áhersla á að starfsmenn búi yfir góðri samskipta- og samstarfshæfni.

Ráðningartími er frá maí til loka ágúst 2019. Leitað er eftir einstaklingum sem búa fyrir stundvísi, frumkvæði og hafa metnað til að ná árangri í starfi.

Senda skal umsóknir á netfangið leynir@leynir.is fyrir 10.febrúar 2019.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 896-2711 eða á gs@leynir.is