Golfklúbburinn Leynir leitar eftir ÞINNI aðstoð á þorrablóti Skagamanna sem verður haldið laugardaginn 26. janúar n.k.  Golfklúbbnum Leyni hefur verið boðið að sjá um bar afgreiðslu líkt og undanfarinn 6 ár í fjáröflunarskyni.   Við leitum eftir sjálfboðaliðum sem eru 20 ára og eldri úr hópi félagsmanna sem eru tilbúnir að rétta klúbbnum aðstoð og vinna við einn skemmtilegasta viðburð Skagamanna í seinni tíð.

Verkefnið er afgreiðsla á börum og tiltekt í sal meðan á Þorrablótinu stendur og að manna tvískiptar vaktir samanber eftirfarandi:

Vaktir:

18:00 – 23:00 (5 tímar), vantar a.m.k. 5 manns

23:00 – 04:00 (5 tímar), vantar a.m.k. 5 manns

Ef þú hefur áhuga og tíma til að leggja Golfklúbbnum Leyni lið þá vinsamlega hafðu samband við framkvæmdastjóra GL í síma 431-2711 / 896-2711 eða sendu póst á leynir@leynir.is  Ath: vinsamlega látið vita um mögulega þátttöku og aðstoð/sjálfboðavinnu fyrir mánudaginn 21. janúar 2019.