Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL var kjörin íþróttamaður ársins á Akranesi 2018 sunnudaginn 6. janúar 2019 og er þetta þriðja árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Hesta íþróttamaðurinn Jakob Svavar Sigurðarson varð annar í kjörinu og Stefán Gísli Örlygsson skot íþróttamaður varð þriðji.  Móðir Valdísar Þóru, Pálína Alfreðsdóttir tók við viðurkenningunni þar sem Valdís Þóra er við keppni erlendis.

Þetta er í sjöunda sinn sem Valdís Þóra er efst í þessukjöri og er hún sigursælust allra í þessu kjöri frá upphafi en hún var fyrst kjörin íþróttamaður Akraness árið 2007. Valdís Þóra var einnig í liði ársins í golfi sem samtök íþróttafréttamanna velja.

Golfklúbburinn Leynir óskar Valdísi Þóru til hamingju með kjörið sem íþróttamaður Akraness og sömuleiðis að vera í liði ársins í golfi.