Fjórða og síðasta mótið í opnu haustmótaröðinni fór fram s.l. laugardag 24.nóvember með þátttöku 17 kylfinga.

Kalt var í veðri en kylfingar létu það ekkert á sig fá og kláruðu mótaröðina við ágætis aðstæður vallaraðstæður þar sem spilað var inn á sumarflatir sem voru opnaðar tímabundið til að klára mótahald haustsins.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Punktakeppni með forgjöf

1.sæti Kristleifur S Brandsson GL, 21 punktur

2.sæti Magnús Daníel Brandsson GL, 20 punktur

3.sæti Jón Ármann GL, 18 punktar

Nándarmæling:

18.hola, Hallgrímur Þ. Rögnvaldsson GL, 1.20m

Golfklúbburinn Leynir óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar keppendum fyrir þátttökuna.  Vinningshafar geta sótt vinninga á skrifstofu Leynis.