Einar Gestur Jónasson hefur verið ráðinn vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Leyni en um heilsárs starf er að ræða. Samkomulag milli Einars Gests og GL var handsalað í dag, 30. desember, og mun hann hefja störf hjá klúbbnum í febrúar/mars.

Einar Gestur er menntaður grasvallarfræðingur og lauk námi frá SRUC Elmwood college í Skotlandi árið 2005. Hann hefur víðtæka reynslu í sínu fagi og hefur m.a. starfað hjá Golfklúbbi Húsavíkur, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbbi Mosfellsbæjar og nú síðast Golfklúbbi Brautarholts sem vallarstjóri.

Þá hefur hann einnig starfað við golfvelli í Skotlandi með námi og í Noregi.

Einar Gestur er uppalinn á Húsavík en hefur búið með eiginkonu sinni og þremur börnum á Akranesi í nokkur ár. Framkvæmdastjóri og stjórn GL vill bjóða Einar Gest hjartanlega velkominn til starfa hjá Golfklúbbnum Leyni.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.