Nú þegar liðið er vel á haustið og nóvember genginn í garð með kólnandi veðri hefur ákvörðun verið tekin um að loka inn á flatir sem og loka fyrir alla umferð á fyrri níu, þ.e. holur 1 til 9. Girt hefur verið í kringum flatirnar og biðjum við ykkur um að ganga ekki inn á þær. Þá hafa vallarstarfsmenn nú komið upp vetrarflötum og teigum á holum 10 til 18 sem hægt er að spila á út veturinn.

Endurbætur eftir vatnstjón í inniaðstöðunni í kjallaranum eru á lokametrunum og vonumst við til að geta opnað í vikulokin. Við munum senda á ykkur sérstakan póst, um nákvæma tímasetningu, þegar það skýrist í vikunni.

Stjórn GL stefnir á að halda aðalfund félagsins miðvikudaginn 24. nóvember en það verður auglýst þegar nær dregur.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.