Kvenkylfingar úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi sigruðu í sveitakeppni Vesturlandsmóts kvenna í golfi sem fram fór í Stykkishólmi nú í lok ágúst. Þátttökurétt áttu konur úr klúbbum af Vesturlandi; Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi, Golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði og Golfklúbbi Borgarness. Vesturlandsmót kvenna er sveitakeppni klúbbanna og er haldið ár hvert þar sem klúbbarnir skiptast á að halda mótið hverju sinni.

Keppt var bæði í höggleik og punktakeppni og voru Leyniskonur sigursælar í báðum flokkum. Sigurvegari í höggleik án forgjafar var Arna Magnúsdóttir sem vann í leiðinni titilinn Vesturlandsmeistari 2021. Í öðru sæti varð Helga Rún Guðmundsdóttir og í því þriðja var Vala María Sturludóttir, allar Leyniskonur. Í punktakeppninni skipuðu Leyniskonur sér einnig í efstu sætin og unnu þar af leiðandi sveitakeppnina. Sveitina skipuðu Arna Magnúsdóttir, Helga Rún Guðmundsdóttir, Rakel Óskarsdóttir og Ellen Blumenstein. Golfklúbburinn Leynir óskar Leyniskonum til hamingju frábæran árangur.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.