Golfklúbburinn Leynir og Vörður tryggingar hf. gengu í gærdag, 19. júní, frá myndarlegum samstarfssamning til næstu þriggja ára.
Tryggingarfélagið Vörður hefur einmitt verið mjög sýnilegt á vettvangi golfsins undanfarin árin, og nægir þar að nefna árlegan golfregluleik félagsins sem hefur notið mikilla vinsælda meðal kylfinga. Félagið býður einnig upp á sérstaka Golfvernd sem er sniðin að kylfingum og iðkun þeirra á golfvöllum hérlendis sem ytra. Auk þess hefur félagið verið einn af aðalbakhjörlum Forskots afrekssjóðs, sem stutt hefur myndarlega við íslenska atvinnukylfinga á alþjóðlegum vettvangi.
Stjórn GL fagnar samkomulaginu við Vörð tryggingar hf. og hlakkar til samstarfsins til næstu ára.
Mynd tekin af formanni GL, Hróðmari Halldórssyni og Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur, framkvæmdastjóra sölu og þjónustu hjá Verði tryggingum, við undirritun í gær.