Golfklúbburinn Leynir og Kallabakarí gerðu á dögunum samstarfssamning til næstu þriggja ára. Fyrir vikið mun Kallabakarí styrkja barna og unglingastarf klúbbsins á myndarlegan hátt.

Kallabakarí er ört vaxandi vinnustaður í okkar heimabyggð þar sem lögð er áhersla á gæðavörur þar sem allt er unnið frá grunni. Félagið er starfrækt sem handverksbakarí þar sem markmiðið er að bjóða upp á gæðavörur í bland bakkelsi og ferskar nýjungar eins og myndarlegar súpur alla virka daga. Bakaríið er í dag staðsett í glæsilegu húsnæði við Innnesveg 1 þar sem gott rými er til að taka á móti gestum og gangandi.

Stjórn GL fagnar samkomulaginu við Kallabakarí og hlakkar til samstarfsins til næstu 3 ára.

Mynd tekin af formanni GL, Hróðmari Halldórssyni og Almari Geir Alfreðssyni, framkvæmdastjóra Kallabakarís við undirskrift nú á dögunum.