Stjórn og framkvæmdastjóri GL hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að því að styrkja rekstrargrundvöll GL til næstu ára til að mæta vaxandi fjölda félagsmanna, ört vaxandi umferð á Garðavöll sem og ótal verkefnum sem því fylgja. Stjórn hefur einnig lagt sérstaka áherslu á það að efla barna- og unglingastarf klúbbsins og þar að lútandi leitað til félaga í heimabyggð sem og nærsveitum við góðar undirtektir og mun félagið gera því góð skil á samfélagsmiðlum GL á næstu vikum.
Á dögunum var undirritaður samstarfs samningur milli GL og Byggingarfélagsins Bestlu til næstu tveggja ára. Fyrir vikið verður Bestla einn af styrktaraðilum GL en byggingarfélagið hefur einmitt staðið mjög vel að myndarlegri uppbyggingu undanfarin ár í okkar heimabyggð, bæði á Þjóðbrautarreitnum sem og Garðabrautar reitnum, svo eftir er tekið.
Stjórn GL fagnar samkomulaginu við Byggingarfélagið Bestlu og hlakkar til samstarfsins.