Golfklúbburinn Leynir leitar að öflugum liðsmanni í starf íþróttastjóra.

Íþróttastjóri gegnir mikilvægu hlutverki í starfi GL og hefur umsjón með þjálfun og keppni kylfinga í klúbbnum.

GL er ört stækkandi klúbbur sem hefur stórbætt aðstöðu sína fyrir kylfinga og starfsfólk og býður upp á mörg góð tækifæri til frekari tekjuöflunar fyrir öflugan aðila.

Um 100% starf er að ræða en sökum eðli starfs er álag mismunandi milli árstíða.

Starfssvið:

 • Ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjálfunar barna, unglinga, afrekskylfinga og ungmenna á golf afreksbraut FVA.
 • Stuðningur við börn, ungmenni og afrekskylfinga GL á mótaröðum GSÍ.
 • Ábyrgð á þjónustu við almenna kylfinga á sviði þjálfunar.
 • Stefnumörkun og uppbygging á kennslu, þjálfun og fleiri þáttum með það að markmiði að fjölga félagsmönnum og efla barna-, ungmenna- og afreksstarf í samræmi við stefnu um fyrirmyndarfélag ÍSÍ sem GL er aðili að.
 • Upplýsingagjöf og samstarf við samstarfsfólk, stjórn og nefndir GL.
 • Önnur tilfallandi störf þ.m.t. mótahald fyrir börn og ungmenni, utanumhald í Sportabler, nýliðanámskeið, sumarnámskeið fyrir börn, val á liðsstjórum og keppnissveitum GL og miðlun upplýsinga á samfélagsmiðlum.
 • Starf íþróttastjóra heyrir undir framkvæmdastjóra GL.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • PGA golfkennari, PGA nemi eða annað sambærilegt nám, æskilegt.
 • Reynsla af sambærilegu starfi, kostur.
 • Liðsmaður, leiðtogahæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Geta til að tjá sig í ræðu og riti.

Umsókn skal fylgja ferilskrá umsækjanda. Senda skal umsókn á netfangið rakel@leynir.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri Leynis í síma 899 1839 og á netfanginu rakel@leynir.is

Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Stjórn Golfklúbbsins Leynis