Kæru félagsmenn, innheimta félagsgjalda fyrir árið 2023 er hafin. Greiðsla félagsgjalda fer fram í gegnum Sportabler líkt og í fyrra. Mælst er til þess að félagsmenn skrái sjálfir sínar greiðslur fyrir árið í gegnum kerfið.
Félagsmenn geta til og með 1. febrúar gengið frá greiðslufyrirkomulagi í Sportabler en eftir þann tíma verða stofnaðar kröfur í heimabanka með 4 gjalddögum.
ATH ! Þeir félagsmenn sem greiða Fjaraðildargjald, Nýliðagjald I og Nýliðagjald II eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu um skráningu með því að senda tölvupóst á netfangið: leynir@leynir.is
Félagsmenn geta til og með 1. febrúar gengið frá greiðslufyrirkomulagi í Sportabler en eftir þann tíma verða stofnaðar kröfur í heimabanka með 4 gjalddögum.
Hér má finna nánari upplýsingar og leiðbeiningar um skráningu og greiðslufyrirkomulag:
Hér má finna gjaldskrá fyrir árið, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 24. nóvember sl. https://leynir.is/um-klubbinn/gjaldskra/
Leiðbeiningar um skráningu og greiðslu félagsgjalda:
• Farið inn á https://www.sportabler.com/shop/ia/leynir – Hér má finna heimasvæði GL inn á Sportabler. Einnig er hægt að fara inn á www.ia.is og finna hnappinn: ÍA – Sportabler, skráning og greiðsla. Félagsmenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
• Því næst er smellt á – Innskrá í Sportabler – Þegar farið er inn í fyrsta skipti er smellt á – Nýskrá – annars smellt á – Innskrá.
• Nú koma fram gjaldskrárflokkar og sá flokkur valinn sem á við með því að smella á hnappinn – Kaupa -.
• Þá kemur upp greiðslusíða þar sem hægt er að velja um greiðsluleið. Boðið er upp á að dreifa greiðslum.