Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis fyrir árið 2022 fór fram fimmtudaginn 24. nóvember s.l. að Garðavöllum. Stjórn og framkvæmdastjóri þakka fyrir góðan fund en það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært um að mæta. Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir inn í stjórn en það eru Freydís Bjarnadóttir og  Ísak Örn Elvarsson. Þá gengu úr stjórn Hörður Kári Jóhannesson og Heimir Bergmann. Golfklúbburinn Leynir óskar nýjum stjórnarmönnum til hamingju með kjörið og þakkar þeim Herði Kára og Heimi fyrir þeirra framlag til starfsins til margra ára.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um fundinn.