Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis fer fram í dag fimmtudaginn, 24. nóvember á Garðavöllum og hefst kl. kl. 19:30. Fyrir fundinn kl. 19:00 býður stjórn upp á súpu að hætti Hlyns á Nítjándu.

Óskað var eftir að framboð í stjórn GL kæmi fram fyrir 17. nóvember 2022. Nú er ljóst að kosið verðum um tvö sæti í stjórn GL til næstu tveggja ára og hafa eftirfarandi aðilar boðið sig fram, sett fram í stafrófsröð:

Elísabet Valdimarsdóttir
Freydís Bjarnadóttir
Heimir Bergmann
Ísak Örn Elvarsson
Theódór Hervarsson

Atkvæðisrétt hafa fullgildir félagar sem fullnægja 3. gr. laga klúbbsins og eru/verða 16 ára á viðkomandi almanaksári (9. gr. laga GL).

Dagskrá aðalfundar;

Skýrsla stjórnar.
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.
Lagðar fram tillögur um lagabreytingu. Umræður, tillögurnar bornar undir atkvæði.
Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun 2023 ásamt tillögum um félagsgjöld.  Umræður, áætlunin og tillaga stjórnar bornar undir atkvæði.
Kosning stjórnar og varamanns í stjórn skv. 6. gr.
Kosning tveggja endurskoðenda skv. 6. gr. (og einn til vara)
Önnur mál.

Stjórn hvetur félagsmenn að mæta og takk þátt í aðalfundinum og velja stjórn félagsins.

Hér má finna Ársskýrslu fyrir starfsárið 2022 en þar má m.a. finna skýrslu stjórnar og nefnda, ársreikning 2022 og fjárhagsáætlun 2023.