Golfklúbburinn Leynir endurtók leikinn í Meistaramóti klúbbsins fyrr í sumar þegar spilamennska þátttakenda var árangustengd. Golfklúbburinn naut aftur mikillar góðvildar frá fyrirtækinu Skipavík í Stykkishólmi sem lagði til 500 kr. fyrir alla fugla (birdie) sem náðust í mótinu og rann upphæðin óskipt til Minningarsjóðs Einars Darra, Eitt líf.  Fuglarnir voru færri í ár, eða 188, en árið 2021 þar sem einn dagur var felldur niður í sumar vegna veðurs. Skipavík bætti þó í og ákváð að hafa upphæðina 150.000,- kr. í stað 94.000,- kr. Upphæðinni hefur verið komið til aðstandenda sjóðsins og færa þau félagsmönnum, stjórn Leynis og Skipavík bestu þakkir fyrir rausnarlegan styrk.  Stjórn Leynis færir einnig Skipavík bestu þakkir fyrir samstarfið um þetta mikilvæga verkefni.