Leyniskonur náðu frábærum árangri á Íslandsmóti golfklúbba 50 ára og eldri en mótið fór fram á Hólmsvelli í Leirunni 18.-20. ágúst. Leyniskonur gerðu sér lítið fyrir og náðu þriðja sætinu eftir sigur gegn Golfklúbbi Kópavogs – og Garðabæjar. Árangurinn er sérstaklega ánægjulegur þar sem liðið sigraði í 2. deild fyrir ári síðan og kepptu því sem nýliðar í efstu deild í ár. Sveitina skipuðu ; Ruth Einarsdóttir (Liðsstjóri), Elísabet Valdimarsdóttir, Helga Rún Guðmundsdóttir, María Björk Sveinsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Rakel Kristjánsdóttir, Díana Carmen Llorens, Jóna Björg Olsen.

Golfklúbburinn Leynir óskar ykkur enn og aftur til hamingju með árangurinn.