Einar Gestur Jónasson hefur verið ráðinn vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Leyni en um heilsárs starf er að ræða. Samkomulag milli Einars Gests og GL var handsalað í dag, 30. desember, og mun hann hefja störf hjá klúbbnum í febrúar/mars.

Einar Gestur er menntaður grasvallarfræðingur og lauk námi frá SRUC Elmwood college í Skotlandi árið 2005. Hann hefur víðtæka reynslu í sínu fagi og hefur m.a. starfað hjá Golfklúbbi Húsavíkur, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbbi Mosfellsbæjar og nú síðast Golfklúbbi Brautarholts sem vallarstjóri.

Þá hefur hann einnig starfað við golfvelli í Skotlandi með námi og í Noregi.

Einar Gestur er uppalinn á Húsavík en hefur búið með eiginkonu sinni og þremur börnum á Akranesi í nokkur ár. Framkvæmdastjóri og stjórn GL vill bjóða Einar Gest hjartanlega velkominn til starfa hjá Golfklúbbnum Leyni.