Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis árið 2021 var haldinn í fjarfundi í Teams, miðvikudaginn 24. nóvember 2021, kl. 20:00. Fundargerðina í heild sinni má sjá hér: https://leynir.is/wp-content/uploads/2021/11/Adalfundur-GL_2021-11-24_fundargerd.pdf

Ársskýrsla og skýrsla stjórnar og nefnda GL fyrir starfsárið 2021:  https://leynir.is/wp-content/uploads/2021/11/skyrsla-stjornar-2021_25_11_21_lokaeintak.pdf

Formaður GL, Oddur Pétur Ottesen, bauð fundarmenn velkomna og tilkynnti að Viktor Elvar Viktorsson yrði fundarstjóri fundarins og Ella María Gunnarsdóttir fundarritari. Að því loknu tók fundarstjóri við. Í upphafi fundar fór fundarstjóri yfir „leikreglur“ við rafræna fundinn, bað fundarmenn að hafa slökkt á míkrafónum þegar þeir væru ekki með orðið og sýndi fundarmönnum með hvaða hætti kosningar færu fram. Að því búnu tók hefðbundin aðalfundar dagskrá við.

Formaður stjórnar flutti skýrslu stjórnar en skýrslan er aðgengileg á rafrænu formi á heimasíðu klúbbsins www.leynir.is. Framkvæmdastjóri GL tók því næst við og flutti skýrslu framkvæmdastjóra og fór yfir reikninga klúbbsins fyrir starfsárið 2020-2021. Tekjur námu alls rúmlega 134,4 m.kr. og rekstrargjöld voru rúmar 109,3 m.kr. Rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði var því rúmlega 25 m.kr. Ársreikningar félagsins eru aðgengilegir í heild sinni á heimasíðu klúbbsins. Fundurinn samþykkti ársreikninginn.

Formaður kynnti þá tillögu að félagsgjöldum og flokkaskiptingu fyrir sumarið 2022 sem var samþykkt á fundinum. Árgjöldin verða á þessa leið:

Allir félagsmenn fá 15 fötur á Teigum með árgjaldi

Gullaðild, kr. 115.000,- 100 fötur á Teigum  + þrjú 4 manna gestaholl

Fullt gjald kr. 97.000,-

Makagjald 25% afsláttur af fullu gjaldi kr. 73.000,-

Nýliðagjald kr. 42.000,-

2 árs nýliða gjald 25% afsláttur af fullu gjaldi kr. 73.000,-

Fjaraðildar gjald kr. 59.900,-

0-18 ára 26.000,- (auk æfingargjalda vetur kr. 24.000,- og sumar 20.000)

19-26 ára kr. 35.000,-

70 ára og eldri 25% afsláttur af fullu gjaldi kr. 73.000,-

Vakin er athygli á því að á aðalfundi 2020 kynnti formaður fyrirhugaðar breytingar á aldursviðmiðum fyrir flokkinn 67 ára og eldri. Nú samþykkti aðalfundur að afsláttur til eldri kylfinga miðist við 70 ára og eldri.

Framkvæmdastjóri kynnti fjárhagsáætlun ársins 2022 sem var samþykkt af fundarmönnum. Helstu lykiltölur fjárhagsáætlunar ársins 2022:

Áætlun rekstrartekna 134 m.kr.

Áætlun rekstrargjalda 119 m.kr.

Áætlun hagnaðar af reglubundinni starfsemi 14,3 m.kr.

Áætlun hagnaðar eftir afskriftir og fjármagnshreyfingar rúmar 2,6 m.kr.

Allir stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa.

Í framboði voru: Oddur Pétur Ottesen, til formanns, Ella María Gunnarsdóttir, í stjórn, Óli Björgvin Jónsson í stjórn og Hróðmar Halldórsson til varamanns. Fundurinn samþykkti tillögu til stjórnar 2022.

Tillaga var gerð um eftirfarandi skoðunarmenn reikninga fyrir starfsárið 2022, sem fundurinn samþykkti:

Andrés Ólafsson

Elías Ólafsson

Petrea Emilía Pétursdóttir til vara

Formaður og Íþróttastjóri kynntu hverjir hlytu viðurkenningar á árinu 2021:

Kylfingur ársins: Björn Viktor er kylfingur ársins árið 2021. Björn Viktor var þrisvar í öðru sæti á unglingamótaröðinni. Hann var valinn í piltalandslið Íslands fyrir Evrópumót liða sem haldið var í Eistlandi og var það hans fyrsta landsliðsverkefni. Hann endaði svo í 2. Sæti á heildarstigalista sumarsins en það er tveimur ofar en árið 2020. 

Björn Viktor mætir á allar æfingar með því markmiði að bæta sig og er mikil fyrirmynd fyrir okkar yngri kylfinga. Björn er vel að þvi kominn að vera kylfingur ársins hjá Golfklúbbnum Leyni. 

Guðmundar og Óðinsbikarinn:Viðurkenningin er gefin af Helga Daníelssyni 1990.  Viðurkenningar hafa verið t.d. Íslandsmeistari einstaklinga, Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ, sjálfboðaliðavinna, öflugur stuðningsmaður GL, Íþróttamaður Akranes, Þátttaka í landsliðsverkefnum svo eitthvað sé upptalið.

Elísabet Valdimarsdóttir fær nafnbótina árið 2021. Hún hefur verið félagsmaður í Golfklúbbnum Leyni í mörg ár. Hún hefur verið ötull talsmaður klúbbsins og gengið í ýmis trúnarstörf fyrir Leyni. Í  mörg ár starfaði hún með barna- og unglinganefnd og nú síðast leiddi hún kvennastarf Leynis. Elísabet er alltaf boðin og búin félagi sínu til aðstoðar og því vel að þessari viðurkenningu komin.

Háttvísisverðlaun GSÍ: (farandgripur): Verðlaunin er gjöf frá GSÍ til GL og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GL vill sjá í afreksefnaunglingum sínum. Það er þjálfari GL sem tilnefnir kylfinginn.

Vala María fær háttvísisverðlaun GSÍ árið 2021. Vala María er einstaklingur sem skarar framúr með framúrskarandi hegðun og góðri fyrirmynd fyrir aðra kylfinga, bæði unga sem aldna í klúbbnum. Vala María er mikil keppnismannekja sem mætir á allar æfingar sem henni bjóðast, leggur sig alltaf fram og vill alltaf gera betur. Vala María er dugleg að mæta á aukaæfingar utan skipulagðrar æfingatíma og voru framfarirnar í sumar í takt við það. Hún lækkaði úr 18 í forgjöf niður í 9.8 og spilaði nokkra hringi undir 80 höggum einungis 13 ára gömul. Hún er mikil fyrirmynd bæði innan golfvallar sem utan og við getum verið stolt af því að Vala María er félagi í Golfklúbbnum Leyni

Jón Alfreðsson – Spilaði flesta hringi á árinu 2021 eða alls 140 hringi.

56. aðalfundi GL var slitið slitið kl. 21:50