Nú styttist í aðalfund klúbbsins sem fram fer miðvikudaginn 24. nóvember, en fundurinn verður rafrænn að þessu sinni líkt og fyrir ári sökum aðstæðna í samfélaginu og þeim takmörkunum sem við þurfum að fylgja.
Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að sitja fundinn eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á netfangið leynir@leynir.is og skrá sig til þátttöku. Á fundardegi verður sent rafrænt fundarboð til þeirra sem hafa skráð sig. Með þessum hætti getum við tryggt að sem flestir félagsmenn geti tekið þátt í aðalfundinum. 

Fundargögn koma inn á heimasíðu félagsins miðvikudaginn 24. nóvember.

Með kveðju og von um góða þátttöku á fundinum, 
Stjórn Golfklúbbsins Leynis