Golfklúbburinn Leynir á Akranesi auglýsir starf vallarstjóra á Garðavelli laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf sem felur í sér faglega umsjón Garðavallar sem og mannaforráð sumarstarfsmanna.

Hæfnikröfur:
Menntun í golfvallarfræðum og reynsla af vallarstjórn er æskileg.
Frumkvæði og metnaður í að ná árangri í starfi.
Sjálfstæð vinnubrögð.
Færni í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur til 25. nóvember 2021:

Frekari upplýsingar veitir Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri GL í síma 899-1839.

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á leynir@leynir.is – Merkt: Starf vallarstjóra.