Kæru félagsmenn
Stjórn, framkvæmdastjóri og vallarstarfsmenn vilja byrja á því að þakka ykkur fyrir frábært sumar sem við höfum átt saman. Félagsstarfið hefur verið blómstrandi og þátttaka ykkar skiptir þar mestu máli. Nú er farið að styttast í annan endann á þessu tímabili og tímabært að gera ráðstafanir á vellinum og skrifstofu klúbbsins.
Tímabilið er þó ekki alveg búið og hvetjum við ykkur félagsmenn að fara út á völl að spila á meðan veður og aðstæður leyfa. Þar sem völlurinn er mjög viðkvæmur á þessum árstíma viljum við hvetja ykkur að lagfæra kylfuför eftir ykkur á brautum sem og boltaför sem myndast á flötum.
Að lokum viljum við koma eftirfarandi skilaboðum áleiðis til félagsmanna.
- Viðvera á skrifstofu er að hluta skert en ef þú átt erindi þá ekki hika við að senda okkur póst á leynir@leynir.is eða hringja í framkvæmdastjóra.
- Garðavöllur er eingöngu opin félagsmönnum Leynis.
- Búið er að taka vatn af salerni sem er við 6 og 14 flöt og því lokað.
- Salerni í Frístundamiðstöð eru lokuð vegna sóttvarna.
- Vatn og loft hefur verið tekið af þvottarsvæði vegna sóttvarna.
- Ekki eru seld token í boltavélina og búið er að fjarlægja körfur vegna sóttvarna. Hægt er að bæta á inneign Solo korta ef opið er í afgreiðslu.
- Vallarstarfsmenn eru að undirbúa vetrarflatir á holum 10-18.
- Sandglopur eru ekki í leik og ber kylfingum að taka bolta upp úr þeim. Þetta er gert til að minnka sandaustur inn á flatir.
Kær kveðja,
Stjórn, framkvæmdastjóri og vallarstarfsmenn GL