Úrslit opna Landsbankamótsins – styrktarmóts barna- og unglingastarfs Golfklúbbsins Leynis.

Kæru kylfingar!

Um leið og við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir þátttökuna í mótinu í dag tilkynnum við úrslit mótsins. Alls tóku 132 kylfingar þátt í 66 liðum. Við óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn og bendum þeim á að hafa samband við skrifstofu Leynis í síma, 431-2711 eða með netfanginu leynir@leynir.is til þess að vitja vinninga.

  1. sæti, GRINDJÁNAR. 60 högg nettó
  2. sæti, Andri og Páll. 62 högg nettó
  3. sæti, BS. 63 högg nettó (31 högg nettó seinni 9)

Nándarverðlaun:
3. hola, Helga Rún Guðmundsdóttir GL, HOLA Í HÖGGI.
8. hola, Finnur Eiríksson GR, 2,50 m.
14. hola, Ragnar Þ. Gunnarsson GL, 1,68 m.
18. hola, Elvar Skarphéðinsson GMS, 1,51 m.

Önnur úrslit mótsins má finna hér.