Kæru félagsmenn, frá og með miðnætti 23. mars 2020 munum við skella í lás hér í frístundamiðstöðinni Garðavöllum líkt og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar. Lokunin varir á meðan samkomubann er í gildi í landinu og þar af leiðandi verða engar skipulagðar æfingar næstu vikurnar og aðgangur að æfingaaðstöðu innanhúss og golfhermi er bannaður.

Allt er þetta gert vegna nýrra tilmæla sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðuneytisins. Hér má sjá tilkynningu frá Akraneskaupstað frá því í morgun.

Hægt er að ná í framkvæmdastjóra í gegnum netfangið rakel@leynir.is og íþróttastjóra á netfangið biggi@leynir.is Þeir félagsmenn sem eiga golfsett í félagsaðstöðunni geta sótt það í dag og morgun eða í samráði við framkvæmdastjóra.  

Bestu kveðjur,

Rakel og Biggi