Stjórn Leynis vill minna á greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2020 en innheimta hófst í upphafi árs 2020. Skráning í klúbbinn gengur vel að vanda og skemmtilegir tímar framundan nú þegar styttist í vorið og dagarnir orðnir lengri.

Skráning iðkenda og greiðsla árgjalda fer fram á heimasíðu IA, sjá www.ia.is (iðkendavefur IA – Skráning í Nóra -). Ath: í Nóra er valmöguleiki á greiðslum og geta iðkendur greitt með greiðsluseðli sendum í heimabanka.

Eins er hægt að greiða inn á reikning GL k.t. 580169-6869 og bankanr. 0186-26-601 (vinsamlegast látið fylgja með í skýringu kennitölu sé þessi leið notuð).

Þeim félagsmönnum sem vilja notfæra sér aðra greiðslumöguleika er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra GL í síma 431-2711/899-1839 eða með tölvupósti á leynir@leynir.is

Hér er má sjá gjaldskrá klúbbsins:
http://leynir.is/um-klubbinn/gjaldskra/

Ath! Þeir sem hafa ekki greitt fyrir eindaga 1.maí 2020 detta út af félagatali Leynis.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.