Vinna gengur vel í nýrri frístundamiðstöð og mikil tilhlökkun að taka húsið í fulla notkun.  Áætlanir gera ráð fyrir að verktakar ljúki vinnu mánaðamótin mars/apríl 2019 og eru nú þegar bókaðar veislur og viðburðir fljótlega í apríl.

Lokafrágangur ýmiskonar fer fram þessa dagana s.s. málning, lagnavinna ýmiskonar, uppsetning innréttinga og lagning gólfefna.  Verktakar eru margir við störf þessa dagana og félagsmenn hafa verið duglegir að leggja verkefninu lið með ýmiskonar aðstoð.