Árgjöld 2021

nÁrgjöld 2021 eru eftirfarandi:

Gull aðild/vildarvinur 110.000 kr.

Fullt gjald fullorðnir 27-66 ára 93.000 kr.

Makagjald 69.900 kr.

19 – 26 ára 33.000 kr.

67 ára og eldri 67.500 kr.

Börn og unglingar 18 ára og yngri 28.000 kr. 

Nýliðagjald 1.ár, 40.000 kr. *

Nýliðagjald 2.ár, 67.500 kr. 

Fjaraðild, kylfingar með lögheimili utan póstnúmers 300 og 301,  54.900 kr. Fjaraðildarmeðlimir hafa fulla félagsaðild í Leynir.

 

Æfingagjald barna og unglinga er 20.000 kr. tímabilið des – maí.

Æfingagjald barna og unglinga er 20.000 kr. tímabilið júní – sept.

BANKAUPPLÝSINGAR: kt. 580169-6869 Banki: 186-26-601

Skýringar vegna árgjalda:
Skráning iðkenda og greiðsla árgjalda fer fram á heimasíðu IA, sjá www.ia.is (iðkendavefur IA – Skráning í Nóra -). Ath: í Nóra er valmöguleiki á greiðslum og geta iðkendur greitt með greiðsluseðli sendum í heimabanka. Hver greiðsluseðill kostar 390 kr. Allir ógreiddir greiðsluseðlar fara í gegnum innheimtuferli gengum Motus með tilheyrandi kostnaði. Hægt er að nýta tómstundaframlag Akraness til lækkunar á æfingagjöldum barna og unglinga.

 Allir félagsmenn hafa 7 daga fram í tímann til að bóka rástíma á Garðavelli í gegnum Golfbox.

Þeim félagsmönnum sem vilja notfæra sér aðra greiðslumöguleika er bent á að hafa samband við skrifstofu GL í síma 431-2711 eða með tölvupósti á rakel@leynir eða leynir@leynir.is

Gull aðild/vildarvinur er gjald fyrir félagsmenn og velunnara Leynis. Innifalin er full aðild, 15.000 kr. inneign í boltavél á æfingasvæðinu Teigum og þrjú fjögurra manna gestaholl á Garðavöll tímabilið 2021.

Makagjald: Gildir þegar annar aðili hefur greitt fullt árgjald.  

Nýliðagjald (1.ár) er greitt fyrsta árið sem félagsmaður er í klúbbnum og síðan greiða félagsmenn nýliðagjald (2.ár) á öðru ári. Ath: Vinsamlega hafið samband við skrifstofu GL vegna aðildar að GL. Gildir fyrir þá sem ekki hafa áður verið í golfklúbbi og ekki með gilda forgjöf.

Fjaraðild er fyrir þá sem búa utan Akranes og nærsveita þ.e. utan póstnúmera 300 og 301. Ath: Vinsamlega hafið samband við skrifstofu GL vegna aðildar að GL.

Öll félagsgjöld félagsmanna 19 ára og eldri innihalda 5.000 kr. inneign í boltavél á æfingasvæðinu Teigum tímabilið 2021.

Systkinaafsláttur er 10% hjá GL og reiknast af hverju greiddu gjaldi.

 

Gjaldskrá GL 2021 er eftirfarandi:
Vallargjald 18 holur – 8.000 kr. virka daga eftir kl. 13:00 og um helgar

Vallargjald 9 holur – 4.500 kr. 

Vallargjald 18 holur- 4.500 kr. virka morgna til kl. 13:00

16 árs og yngri 9/18 holur – 3.500 kr.

Vallargjald þegar bókað fram í tíman í gegnum skrifstofu GL (framhjá Golfboxi) er kr. 4.500,- (forbókunargjald)

– Vinavallasamningar gilda ekki þegar bókað er fram í tímann og það sama gildir um GSÍ kort. Forbókunargjald fyrir þá sem eru með vinavallasamninga er kr. 4.500,-

 

Golfkerra – 1.000 kr.

Golfsett – 4.000 kr.

Golfbíll 18 holur 7.000,- kr. / 9 holur 4.000,- kr.