Afreksstarf
Afreksstarfið er ætlað þeim einstaklingum er þykja skara fram úr og eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri í golfíþróttinni bæði persónulega og fyrir hönd GL.
Afrekskylfingar eru valdir af íþróttastjóra og afreksnefnd GL, sem metur áhuga og framfarir, forgjöf, ástundun, hegðun og háttvísi, metnað og aðra þætti er honum þykir skipta máli við val á kylfingum í afrekshópa.
Val í afrekshópa sætir stöðugri endurskoðun.
Það er til mikils ætlast af afrekskylfingum GL. Hann á að gera sitt besta og hafa áhuga á því sem hann er að gera.
Íþróttastjóri GL gerir samkomulag við hvern einstakling þar sem fram kemur skyldur leikmanns í starfinu, framlag þjálfara, framlag GL og önnur ákvæði. Þetta samkomulag er unnið í samvinnu með iðkendum og foreldrum ef iðkendur eru unglingar og stjórn GL.
Afrekskylfingi ber að sýna af sér fyrirmyndar háttvísi jafnt innan sem utan vallar. Hann skal ávallt bera virðingu fyrir öðrum keppendum, foreldrum, jafnt sem þjálfurum.
Afrekskylfingi ber að ganga vel um golfvelli, æfingaaðstöðuna, og allan annan búnað er notaður er til keppni og æfinga.
Kylfingur frá GL skal ávallt vera sér og sínum klúbbi til sóma.