Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis fer fram í dag miðvikudaginn, 27. nóvember kl. 18:00 á Garðavöllum.

Fundarmönnum er boðið upp á súpu að hætti Nítjándu.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar

2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

3. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.

4. Lagðar fram tillögur um breytingu laga og reglugerða. Engar tillögur hafa verið lagðar fram.

5. Stjórn leggur fram tillögu að árgjöldum 2025 ásamt fjárhagsáætlun næsta starfsárs. Umræður, áætlunin og tillaga stjórnar bornar undir atkvæði.

6. Kosning formanns, stjórnar og varamanns í stjórn skv. 6. gr.

7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga, auk eins til vara skv. 6. gr.

8. Önnur mál.

Óskað var eftir að framboð í stjórn GL kæmi fram fyrir 20. nóvember 2024. Eftirfarandi framboð bárust.

Formaður til eins árs: Hróðmar Halldórsson.

Stjórnarmenn til tveggja ára: Theodór Hervarsson og Elísabet Sæmundsdóttir.

Varamaður í stjórn: Jóhannes Elíasson.

Stjórn hvetur félagsmenn að mæta og takk þátt í aðalfundinum.

Hér má finna Ársskýrslu fyrir starfsárið 2024, skýrslu stjórnar og nefnda, ársreikning 2024 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.