Golfklúbburinn Leynir og Olís endurnýjuðu samning sín á milli fimmtudaginn 31. mars síðast liðinn til tveggja ára en Olís hefur verið einn af sterkustu bakhjörlum klúbbsins til nokkurra ára. Það var sérstaklega ánægjulegt að eitt af síðustu embættisverkum Gunnars Sigurðssonar, svæðisstjóra Olís á Vesturlandi, var að skrifa undir samninginn fyrir hönd Olís við Rakel Óskarsdóttur framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Leynis. Stjórn Leynis þakkar Olís fyrir veittan stuðning á liðnum árum og er afar þakklát með framhaldið. Sérstakar þakkir færum við Gunnari Sigurðssyni og hans starfsfólki fyrir mjög gott samstarf á samningstímanum. 

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.