Á aðalfundi GL sem haldinn var 12. desember s.l. voru samþykkt árgjöld fyrir árið 2018 og verða þau með eftirfarandi hætti:

Árgjöld

– Fullt gjald 85.000 kr.*

– Makagjald 60.000 kr.

– 22 – 29 ára 60.000 kr.

– 67 ára og eldri 60.000 kr.

– 16 – 21. árs 30.000 kr. **

– Börn og unglingar 15 ára og yngri 20.000 kr. **

– Nýliðagjald 1.ár, 40.000 kr. ***

– Nýliðagjald 2.ár, 60.000 kr. ***

– Fjaraðild 60.000 kr.****

– Æfingagjald barna og unglinga er 15.000 kr. tímabilið des – maí.

– Æfingagjald barna og unglinga er 10.000 kr. tímabilið júní – sept.

Greiðsla árgjalda

Skráning iðkenda og greiðsla árgjalda fer fram á heimasíðu IA, sjá www.ia.is (iðkendavefur IA – Skráning í Nóra -).  Ath: í Nóra er valmöguleiki á greiðslum og geta iðkendur greitt með greiðsluseðli sendum í heimabanka.

 Eins er hægt að greiða inn á reikning GL k.t. 580169-6869 og bankanr. 0186-26-601 (vinsamlegast látið fylgja með í skýringu kennitölu sé þessi leið notuð).

Þeim félagsmönnum sem vilja notfæra sér aðra greiðslumöguleika er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra GL í síma 431-2711/896-2711 eða með tölvupósti á leynir@leynir.is

Skýringar vegna árgjalda

*Veittur er 5% staðgreiðslu afsláttur af fullu árgjaldi sé greitt fyrir eindaga sem er 1. febrúar 2018.

Veittur er 5% afsláttur af makagjaldi, 22 – 29 ára, 67 ára og eldri, og fjaraðild ef greitt er fyrir eindaga 1. febrúar 2018. 

**Allir félagsmenn og iðkendur 16 – 21. árs og í barna og unglingastarfi eru með fulla aðild að Garðavelli. 

***Almennt er nýliðagjald fyrir 22 ára og eldri sem hafa ekki áður verið félagsmenn í GL eða ekki greitt árgjöld undanfarin 5 ár (2017, 2016, 2015, 2014, 2013). Nýliðagjald (1.ár) er greitt fyrsta árið sem félagsmaður er í klúbbnum og síðan greiða félagsmenn nýliðagjald (2.ár) á öðru ári. Innifalið í nýliðagjaldi (1.ár) er 3 klst námskeið þar sem farið er yfir grunnatriði og helstu reglur í golfi.  Ath: Vinsamlega hafið samband við framkvæmdastjóra GL vegna aðildar að GL.

Í nýliðagjaldi (1.ár og 2.ár) er full aðild að Garðavelli.

****Fjaraðild er fyrir þá sem búa utan Akranes og nærsveita þ.e. utan póstnúmera 300 og 301.  Ath:  Vinsamlega hafið samband við framkvæmdastjóra GL vegna aðildar að GL.

Öll félagsgjöld félagsmanna 22 ára og eldri innihalda 5.000 kr. inneign í boltavél á æfingasvæðinu Teigum tímabilið 2018.

Systkinaafsláttur er 10% hjá GL og reiknast af hverju greiddu gjaldi.