Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis árið 2025 fór fram í gær, miðvikudaginn 26. nóvember að Garðavöllum.

Stjórn og framkvæmdastjóri þakka fyrir góðan fund og var virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir félagsmenn gáfu sér tíma í að mæta og taka þátt í fundinum. Engin breyting varð á stjórn klúbbsins en þau Hróðmar Halldórsson formaður, Óli Björgvin Jónsson varaformaður, Ruth Einarsdóttir gjaldkeri og Jóhannes Elíasson varamaður gáfum áfram kost á sér.

Nokkrir kjörnir fulltrúar Akraneskaupstaðar mættu á fundinn og eru þeim færðar þakkir fyrir komuna og ljóst að kaupstaðurinn og Leynir eru komin af stað í samtal um framtíð klúbbsins í víðum skilningi.

Á aðalfundi var ársreikningur Leynis fyrir starfsárið 2025 samþykktur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir var kr. 29.055.280 í afgang. Þá voru árgjöld og fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 lögð fram og samþykkt. Fyrirkomulag innheimtu árgjalda verður með sama fyrirkomulagi og s.l. ár og fá félagsmenn póst þess efnis á næstu dögum.

Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar á aðalfundi; Sigurður Brynjarsson hlaut Háttvísiverðlaun GSÍ. Guðlaugur Þór Þórðarson hlaut viðurkenningu Guðmundar og Óðins sem og að vera valinn kylfingur ársins. Stjórn færir þeim Sigurði og Guðlaugi hamingjuóskir með viðurkenningarnar.

Þá gaf Reynir Þorsteinsson, heiðursfélagi GL, klúbbnum fallega mynd í tilefni 60 ára afmælis GL sem formaður veitti viðtöku. Stjórn færir Reyni þakkir fyrir fallega gjöf.  

Stjórn hvetur félagsmenn og aðra áhugasama að kynna sér fundargerðina en hana má finna hér.

Leynir Golf
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.